Þann 1. desember
komum við með næturrútu til Ho Chi Minh. Í tilefni þess að Kolfinna átti
afmæli fengum við okkur aðeins fínni gistingu sem við kunnum vel að
meta eftir Kambódíu. Hjónin sem eiga hótelið voru svo yndisleg að okkur
langaði helst til að flytja þau með okkur heim, við lofuðum að mæla með
gistiheimilinu þeirra Diep Ann.
Þóra og Kamilla buðu afmælisbarninu í sushi í tilefni þess að vera loksins orðin 21. árs og afmælissöngurinn var ad sjálfsögðu sunginn hástofum svo ad bergmálaði um allan bæinn. Enduðum sidan kvöldið á þvi ad fá okkur kokteila á 52. hæð með útsýni yfir borgina og skelltum okkur svo í bíó á Catching Fire.
Í Ho Chi Minh löbbuðum við mikið um og skoðuðum helstu kennileiti borgarinnar, þar á medal stríðssafnið, independence palace, notre dame, pósthúsið og Saigon ánna.
Þar sem það er lítið eftir af ferðinni finnst okkur tíminn sem við eigum eftir verðmætari heldur en peningar og bókuðum okkur þvi flug fra Ho Chi Minh til Hanoi og spöruðum okkur nokkra daga sem hefðu farid rútuferðir.
Í Hanoi var lítið annað gert en labbað um og skoðað borgina. Við bókuðum 3 daga ferð um Halong Bay. Gistum eina nótt á skipi og aðra nótt á Cat Ba eyjunni. Við fórum í hellaskoðun, á kajak, hjóluðum um þjóðgarð, sólbað, sungum í karaoke, spiluðum lúdó og drukkum mojito. Halong Bay er ad okkar mati alveg omissandi, mælum eindregið med þvi að allir sem fara til Vietnam gefi ser tima i að heimsækja þessa nátturuperlu.
Þóra og Kamilla buðu afmælisbarninu í sushi í tilefni þess að vera loksins orðin 21. árs og afmælissöngurinn var ad sjálfsögðu sunginn hástofum svo ad bergmálaði um allan bæinn. Enduðum sidan kvöldið á þvi ad fá okkur kokteila á 52. hæð með útsýni yfir borgina og skelltum okkur svo í bíó á Catching Fire.
Í Ho Chi Minh löbbuðum við mikið um og skoðuðum helstu kennileiti borgarinnar, þar á medal stríðssafnið, independence palace, notre dame, pósthúsið og Saigon ánna.
Þar sem það er lítið eftir af ferðinni finnst okkur tíminn sem við eigum eftir verðmætari heldur en peningar og bókuðum okkur þvi flug fra Ho Chi Minh til Hanoi og spöruðum okkur nokkra daga sem hefðu farid rútuferðir.
Í Hanoi var lítið annað gert en labbað um og skoðað borgina. Við bókuðum 3 daga ferð um Halong Bay. Gistum eina nótt á skipi og aðra nótt á Cat Ba eyjunni. Við fórum í hellaskoðun, á kajak, hjóluðum um þjóðgarð, sólbað, sungum í karaoke, spiluðum lúdó og drukkum mojito. Halong Bay er ad okkar mati alveg omissandi, mælum eindregið med þvi að allir sem fara til Vietnam gefi ser tima i að heimsækja þessa nátturuperlu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli