miðvikudagur, 4. desember 2013

Kambódía

Við erum búnar að eiga sjö dagana sæla í Kambódíu. Byrjuðum í Siem Reap þar sem við eyddum tveimur dögum, leigðum okkur hjól sem var góð og skemmtileg leið til sjá og upplifa borgina. Eyddum kvöldunum á Pub Street og hittum loksins á Roger, vin okkar frá Koh Phangan. Við vöknuðum ólöglega snemma til að sjá Angkor Wat við sólarupprás, klárlega þess virði. Temple-in voru vonum framar og allt saman ótrúlega fallegt.

Við tókum næturrútu til Phnom Phenh og byrjaði dagskráin strax við komu. Fórum á stríðssafnið og Killing Fields sem var mjög átakanlegt en jafnframt mjög áhugavert. Vorum uppgefnar af þreytu eftir mikið ferðalag, lítinn svefn og langan dag. Okkur tókst að sofna í tuktuk-num á leiðinni ad hostelinu sem er ekki auðvelt í Asíu þar sem umferðin er brjáluð og asíubuar spara ekki flauturnar!

Daginn eftir fórum við til Sihanoukville. Fórum í Booze Cruise, Top Cat bíó, djömmuðum, sóluðum okkur og nutum lífsins eftir mjög langt og mikið ferðalag síðustu daga.

Ferðin til Koh Rong var löng og erfið enda svo mikill öldugangur að við þurftum að stoppa á annarri eyju í rúman klukkutíma áður en við gátum haldið áfram. Þegar við loksins komum á eyjuna var bátsferðin og sjóriðan þess virði því eyjan er ólýsanlega falleg. Þar eru engir vegir né bílar, rafmagn aðeins nokkra klukkutíma á dag, stjörnubjartur himinn, hvítar strendur og tær sjór... Ekkert heitt vatn og lítið sem ekkert um vestræn klósett...

Þrátt fyrir fegurð eyjarinnar upplifðum verfiðustu nótt ferðarinnar á Koh Rong. Við vöknuðum við mikil læti og áttuðum okkur fljótt á að það væru rottur að príla fyrir ofan rúmið okkar. Þar sem ekkert rafmagn er á nóttunni og batteríð á símanum að deyja var niða myrkur í herberginu og við stelpurnar að fríka út! Við flúðum herbergið og ætluðum að kíkja á mannlífið við ströndina til að ná okkur niður. Ströndin var eins og draugabær, ekki mann að sjá, ekkert ljós og greinilegt að eyjan væri farin að sofa.. Klukkan var ekki nema 02:00.
Eftir lítinn svefn fórum við í morgunmat að kveðja hópinn sem við erum búnar að vera að ferðast með í Kambódíu. Eyddum restinni af deginum á ströndinni þangað til við lögðum af stað í langt ferðlag til Ho Chi Minh.


Hjola i Siem Riep

Pub Street

Lelegasta manicure sem vid hofum fengid

Litavalid ekki upp a marga fiska hja skvisunum

Angkor What?

Kamilla i fylu ad veida poddur upp ur glasinu sinu

Hittum loksins a Roger

Rotsterkur kaffibolli kl.05:00
Angkor Wat vid solaruppras

Turistar
Vid thurfum oft ad stoppa og taka sma pasu vegna magakrampa




Nightbus

Fangaklefi i fangelsinu S21
 

Mengunin i Phnom Penh

Killing Fields



Kambodiski bjorinn mjog godur!!



Svafum 3 i thessu rummi med faeturnar ut ur.. nema thora, hun er svo litil

Otholandi og uppathrengjandi strandargellur

TopCat Cinema

Gengid












Rottuherbergid mikla

Vinirnir a godri kvoldstundu


Alls ekki ad nenna naeturrutu

2 ummæli:

  1. Er´etta djók ... myndirnar eru of ótrúlegar. Hvolparnir og litla barnið ... hljóta að vera úr myndabanka!!! ;) Have fun, knús Harpa

    SvaraEyða
  2. ævintýralegt! ég og kisi erum að digga þetta ;) - GunnþóraMist

    SvaraEyða