fimmtudagur, 19. desember 2013

Laos - fyrri hluti

Sunnudaginn 8. desember lentum við i Vientiane, Laos. Eftir að hafa skilað bakpokunum inn á hostelið fórum við strax í leit að mat. Við römbuðum flótlega inn á pínulítinn hamborgara stað sem heitir Ray's Grill og erum við ævinlega þakklátar honum Ray fyrir að gera svona guðdómlega hamborgara. Það er skylda fyrir alla þá sem fara til Laos að fara á Rays Grill, munuð ekki sjá eftir þvi!
I Vientiane er ekki mikið að gera og eyddum við því seinni deginum í sólbað. Drifum okkur svo daginn eftir til Vang Vieng.
Leiðin frá Vientiane til Vang Vieng var ekkert grín, Kamillu var svo óglatt að það munaði litlu að hún ældi næstum því yfir alla í rútunni. Vegirnir i Laos eru ekkert til að hoppa húrra fyrir!
Það fyrsta sem við gerðum þegar við mættum á svæðið var ad leigja okkur hjól enda besta leiðin til að skoða mikið á stuttum tíma. Þar sem við erum miklir merðir fundum við okkur fínt hótel og borguðum okkur inn til ad liggja við sundlauginarbakkan. Kvöldið var heldur betur örlagaríkt þar sem Kamilla var í sakleysi sínu stungin í puttann af einhverskonar hræðilegu skordýri. Puttinn bólgnaði upp á örskotastundu og varð fórnalambið örlítið dramatískt og hélt því fram að hennar síðasta stund væri upp runnin. Því var haldið rakleiðis í apótek þótt fórnalambið vildi fara beinustu leið á spítalann.
Á miðvikudeginum fórum við í hið víðfræga tubing með íslenska parinu sem við hittum í Vientiane. Það var búið að vara okkur við að það væri búið að loka börunum við ánna vegna tíðra dauðsfalla svo við fengum okkur að sjálfssögðu bjór í morgunmat. Okkur til mikillar ánægju voru svo tveir barir opnir þar sem við skelltum okkur í beer pong, ping pong, strandblak og sippuðum svo í okkur nokkrum sporðdrekaskotum. Útaf þurrkutímabili er ekki mikið í ánni og straumurinn lítill sem enginn, einhver veginn tókst þó frú Karólínu ekki að stöðva sig á endastöðinni og flaut hálfa leið til hafs.
Síðasti dagurinn í Vang Vieng var ansi viðburðarríkur. Við stöllurnar leigðum okkur vespur þar sem við ætluðum sko aldeilis að kanna bæinn. Þóra byrjaði fjörið á því að klessa á skilti, því næst runnu Þóra og Kolfinna saman með þeim afleiðingum að Þóra tábrotnaði næstum því. Þriðja og alls ekki síðasta atvikið var þegar Kamilla snarhemlaði og Kolfinna klessti næstum á hana en náði að hoppa af hjólinu í tæka tíð. Kamilla var enn slysa laus en ekki lengi því hún rann niður bratta mölbrekku en slapp þó best af stelpunum með litla skrámu á fætinum, Kolfinna gerði sömu mistök og Kamilla og skemmdi næstum því hjólið sitt sem vildi ekki fara i gang. Kolfinna var svo sannarlega ekki hætt öllum klaufaskapnum og tókst að ljúka ferðinni með trompi. Á síðustu metrunum náði Kolfinna ekki einni beygjunni og skrapaði hálfan fótlegginn af sér sem endaði með spítalaferð. Nú haltra fatlafólin um bæinn og Kamilla sniglast með. Þrátt fyrir miklar vespu hörmungar náðum við að sjá og gera margt skemmtilegt m.a. Blue Lagoon, hellisskoðun og skoða falleg sveitaþorp.


Hrikalegi hellirinn

Thora meidd a faeti

Eitt af morgum slysum dagsins

Ovenju sattur sjuklingur - ekki jafn satt viku seinna

Dauda hudin fjarlaegd


Thegar Kamilla helt hun vaeri vid daudans dyr eftir stunguna


Thegar Thora klessti a skilti...

"Blue Lagoon"



Engin ummæli:

Skrifa ummæli