fimmtudagur, 14. nóvember 2013

Phuket

Nù fer dvöl okkar i Phuket að ljúka því finnst okkar tilvalið að skella í eitt blogg.

Við vorum ótrúlega heppnar að hafa verið vísað á ódýrt og snyrtilegt hótel um leið og við komum til Patong. Það var himnasending að fá herbergi með loftkælingu og Þóra fékk loksins að sofa í rúmi eftir að hafa sofið á dýnu í Bangkok.

Fyrsti dagurinn einkenndist af sólbaðs brálæði þar sem við gleymdum okkur aðeins og brunnum smá... Um kvöldið fóru eplin þrjú út á lífið og rötuðum inná sænska skemmtistaðinn Stockholm Syndrome þar sem undur og stórmerki hafa gerst, segjum ekki meir...

Næstu þrjá daga rigndi mikið okkur til mikillar mæðu en húðarinnar til mikillar gleði. Þóra var innilokuð í tæpa þrjá daga vegna veikinda en hún átti dygga þjóna (Kamilla og Kolfinna) sem voru duglegir að skreppa út í seven-eleven að kaupa grill samlokur sem er tíður gestur á matseðli okkar.

Á mánudaginn ákváðum við að fara i dagsferd til Koh phi phi. Við hefðum gjarnan viljað vera lengur þar en það er bara allt svo rosalega dýrt. Við sváfum eins og steinar í bátnum á leiðinni enda orðnar mjög góðar í að sofa á skrítnum stöðum. Phi Phi og eyjarnar í kring eru með fallegri stöðum sem við höfum komið á. Við snorkluðum á Maya Bay í alveg tærum sjó og sáum fullt af flottum fiskum, Kamillu til mikillar gleði sá hún snák á botni hafsins. Eftir að hafa séð snákinn varð hún skyndilega mjög sjóveik og þurfti að leggja sig við hlið nokkurra Kínverja á meðan hún jafnaði sig.

Eftir Koh phi phi var leiðinni haldið á Bangla Road þar sem er aðal djammgata Patong. Kamilla endaði óvænt á blakmóti með tælenskum ladyboys og eignaðist marga góða vini. Kolfinna kom heim með kött á hótelið sem hún var mjög ánægð með en Þóra og Kamilla voru ekki jafn spenntar yfir nýja gæludýrinu.

Síðustu tvo dagana okkar hér fengum við loksins sól sem var vel nýtt á ströndinni.

Á morgun höldum við til Koh Phangan  þar við eigum bókaðan Bungalow í 4 nætur fyrir Full Moon partýið.















2 ummæli:

  1. Frábær upplifun (ja fyrir utan pestina elsku Karó). Þessi tími verður eftirminnilegur í endurminningunum :)

    SvaraEyða
  2. Haha ja, þetta gleymist seint ;)

    SvaraEyða