Ferðalagið til Koh Phangan átti að taka 10 klst en eins og í flestum tilvikum stóðst það ekki og 17 tímum seinna vorum við loksins komnar á réttan stað! Móttakan á hótelinu/bungalowunum var lokuð svo við stóðum fyrir utan og bönkuðum í góða stund áður en við loksins fengum lykilinn. Allt þetta vesen var vel þess virði þegar við fengum kofann okkar sem er án efa flottasti staður sem við höfum gist á.
Fyrsta daginn fórum við á Haad Rin þar sem við keyptum okkur Full Moon dress, röltum um ströndina, horfðum á friends og borðuðum Pad Thai. Um kvöldið fórum við í Jungle Party, eitt svakalegasta party sem við höfum upplifað.
Sunnudagurinn fór í það að jafna sig og ná fullri heilsu fyrir Full Moon. Fengum íslenska gesti í heimsókn, Magga og Stefaníu, sem við eyddum kvöldinu með. Okkur var boðið í gítarpartý á hótelinu þar sem raddböndin voru þennd út af miklum krafti. Full Moon var snilld!
Mánudagskvöldinu var svo eytt með íslensku vinum okkar sem við skemmtum okkur konunglega með.
Nú sitjum við á McDonalds að bíða eftir að allt opni, þurfum að redda visa til Víetnam og reyna að komast Kambódíu sem fyrst.
Flotti gardurinn okkar |
Gefa krútt kettlingi mjólk úr flöskutappa |
Kamilla splæsti í sparibrosid |
Mikid lagt í skreytingar |
Jungle party snilld |
Stefanía, Karólína og Maggi |
Íslendingar á Full Moon |
Gítarparty |
Þið eruð frábærar, amma fylgist með ykkur. Farið íð varlega. Kveðja, ammsa
SvaraEyðaStuð á ykkur skvísunum :) Bungalowgarðurinn æði, knús og kossar Harpa
SvaraEyðaGreinilegt að hér hefur BARA verið gaman. Haldið áfram að skemmta ykkur vel krúttsprengjurnar ykkar.
SvaraEyðaKveðja Pabbi Lovísa og co