fimmtudagur, 7. nóvember 2013

Bangkok



Við lentum um 05:00 í Bangkok, lítið sem ekkert búnar að sofa og alveg búnar á því eftir langt ferðalag. Byrjuðum á mjög sterkum kaffibollum til að halda okkur vakandi en í kjölfarið af því fengum við allar svakalega magakveisu. Endudum á því að hanga á flugvellinum í 3 tíma. 

Fórum beint á Khao San Road og heppnin lék við okkur, fundum strax ódýrt herbergi og gátum checkað okkur inn þrátt fyrir að vera snemma á ferð. 

Eyddum fjórum dögum í Bangkok, búnar að djamma smá, túristast, fara i tiger tample, borða mikið af pad thai og deyja úr hita (bókstaflega)!

Á mánudaginn fórum við í bíó í VIP sal þar sem við fengum grænan kokteil, lazy boy stóla og teppi, þurftum að standa upp og syngja þjóðsönginn áður en myndin byrjaði. 
Um kvöldið beið okkar svo 17 tíma rútuferð til Phuket sem reyndist svo vera 22 tímar, það var hræðilegt!

Erum núna í Phuket að njóta lífsins, sóla okkur og djamma.
Bugadar I Bangkok


Pad Thai og Chang bjór í öll mál






Kamilla med tískuna á hreinu

1 ummæli:

  1. hahah ég hélt að kamilla væri komin með eitt lítið asíubarn í fangið ;) búin að ættleiða :D aaww

    - Gunnþóra Mist

    SvaraEyða