mánudagur, 4. nóvember 2013

Indland

Greetings from India

Namaste!
Að fara úr einni ríkustu borg heims yfir í fátæktina og skítinn var mikið sjokk!

Við þorðum ekki að ferðast á eigin vegum svo við pöntuðum skipulagða ferð með private bílstjóra og bíl allan tímann. Við lentum seint um kvöld í Delhi og daginn eftir hófst The Golden Triangle, þar sem við byrjuðum í Delhi og fórum svo til Agra og Jaipur.

Við erum búnar að lenda í ýmsu, eltar marg oft af skrítnum körlum, beðnar um að sitja fyrir á myndum með indverjum og þurft að læsa okkur inni í bíl vegna gedsjúklings sem reyndi að brjótast inn til okkar.

Í ferðinni höfum við mest verið að skoða grafhýsi, minnisvarða, gamlar hallir og rústir. Síðustu tveir dagarnir stóðu uppúr þar sem við vorum búnar að læra aðeins betur á svindlarana, betlarana og menninguna. Við bjuggumst ekki við að landið væri svona rosalega vanþróað, dvöl okkur hefur tekið svolítið á andlegu hliðina.

Það sem stóð mest uppúr var heimsókn heim til bílstjórans þar sem við fengum ekta indverska fjölskyldumáltíd, fílsbak upp að Amber Fort og skoða local markaði.

Á morgun bíður okkar u.þ.b. sólarhrings ferðalag til Bangkok. Eina sem við hugsum um núna er að geta keypt okkur gott súkkulaði á flugvellinum þar sem það er vandfundið hér í Indlandi.
Götur indlanda

Kamilla var sett I saree

Fílsbak

Taj mahal

Thvottaadstadan

I mat hja bilsstjoranum

Skolastrakarnir sem eltu okkur ut um allt


1 ummæli:

  1. Vá hvað þið eruð reynslunni ríkari. :)
    Hafið það gott á Tælandi ~ knús

    SvaraEyða