Ja hérna hér! Við erum varla að trúa því hversu ótrúlega stutt er í ferðina, þetta er í alvörunni að gerast. Við þrjár stöllurnar í Asíu í 10 vikur!! Þetta verður eitthvað.
Það er að smátt og smátt að renna upp fyrir okkur að við erum að fara að vera að heiman í langan tíma, langt frá heimilinu sínu og fjölskyldu. Í ókunnugum löndum þar sem allt er öðruvísi, menningin, hugsunarháttur, matur, gisting og svo mætti lengi telja. Kolfinna og Þóra eru búnar að taka nokkur stress köst fyrir ferðina á meðan Kamilla virðist vera of róleg yfir þessu. Stelpurnar veðja þó á að Kamilla muni taka þetta kast rétt fyrir ferð og margfalt verra en þær, en það kemur allt í ljós þegar nær dregur... vonum ekki.
Taskan bíður spennt eftir notkun |
Það hefur verið mikill höfuðverkur að pakka í bakpokann. Maður hefur aldrei þurft að pæla í jafn miklu í sambandi við pökkun fyrir ferðalag áður. Aldrei datt okkur í hug að við myndum einhverntíman hafa með okkur þvottaefni og snúru, sjúkrakassa fullan af ýmsum kremum og pillum, hvað þá innanundir pung sem við fjárfestum í af ebay ásamt öðru sniðugu ferðadóti. Nú er aðalvandamálið hvaða fötum skal pakka og í hverju eigi að ferðast, en það hlýtur að koma í ljós von bráðar!
Herbergið undirlagt af ýmsu dóti |
Við komumst að því viku fyrir brottför að maður þyrfti að sækja um fyrirfram visa til að komast til Indlands. Okkur leið svolítið kjánalega þar sem við töldum okkur hafa allt á hreinu en svo var nú ekki! En við fórum í Indverska sendiráðið strax á mánudagsmorguninn með þriggja blaðsíðna umsókn þar sem við fengum ýmsar skemmtilegar spurningar m.a. hvort afi okkar og amma væru pakistanar. Síðan þegar við afhentum umsóknina samþykktu þau ekki myndina af Þóru og Kolfinnu þannig að við þurftum að bruna á Hlemm að taka nýjar myndir. Hún Kolfinna var svo heppin að myndartökumaðurinn flikkaði svo all svakalega upp á myndina að jafnvel hafið störf í modelbransanum!
Skvízan |
Í dag var síðasti vinnudagurinn hennar Þóru á Hrafnistu. Það var búið að baka handa henni köku og var mjög erfitt að kveðja alla og hún á eftir að sakna allra rosalega mikið. Á morgun er svo síðasti dagur frænknanna á leikskólanum þar sem við munum knúsa börn og starfsmenn í spað. Í dag fengum við sæta kveðjugjöf frá einni stelpu á deildinni sem bræddi hjörtu okkar.
Kamilla - kammap92
Kolfinna - kolfinnak
Þóra - thorakarolina
Þegar þið heyrið frá okkur næst verðum við líklegast komnar til Dubai eftir langt ferðalag og við getum ekki beðið eftir að segja ykkur allt það helsta.
Góða ferð elskurnar. Kveðja, amma tæknó
SvaraEyða