laugardagur, 26. október 2013

Fyrsti áfangastadur

Jæja kominn tími á nýja færslu þar sem margt hefur a daga okkar drifið.

Ferðin byrjaði svona ljómandi vel á klukkutíma seinkun og ekki skánaði það þegar við fengum sæti allar í sitthvoru lagi. Um leið og við komum útaf flugvellinum byrjaði okkur að verkja í veskið, máltíð a McDonalds kostaði hálfan handlegg og kuldinn yfirþyrmandi. Eftir að hafa borgað fyrir nótt á hosteli vorum við búnar að missa tvo handleggi, borðuðum pakkanúðlur í kvöldmat sem reyndist erfitt þar sem engar hendur voru til staðar.

Eftir 7klst flug vorum við lentar í DUBAI. Við sögðum leigubílstjóranum að keyra okkur á Eureka Hótel, hann hló og spurði okkur hvar í ósköpunum við hefðum fundið þetta hótel. Við blasti lobbý fullt af skuggalegum mönnum, passarnir voru teknir af okkur og við sendar upp á 6 hæð í skítaholu. Á fyrstu hæð hótelsins er "Pakistan night club", það eru maurar í herbeginu, gangurinn lyktar eins og hass, blettir í rúmfötunum, göt á handklæðunum og kakkalakki sem við köllum Hansel og er nú dauður undir glasi eftir mikil átök og öskur! Við höfum sofið með kommóðu fyrir hurðinni og sjónvarpið í gangi til að komast í gegnum nóttina.

Fyrsta morguninn í morgunmatnum gerðist hið ómögulega, við hittum Íslendinga í Breiðholti Dubai. Þar sem þeir spurðu hvað við værum að gera sjálfviljugar á þessu hóteli þar sem þeir voru tilneyddir að gista þarna vegna vinnu.

Þrátt fyrir ömurlegt hótel hefur Dubai staðist væntingar. Við erum búnar að skoða Burj Khalifa, fara í siglingu í kringum eyjarnar, sjá Burj Al Arab, Atlantis, The Marina, Dubai Mall, Emarites Mall, sóla okkur á Barasti Beach og Safari ferð um eyðimörkina. Safari ferðin var æðisleg, brunuðum um eyðimörkina, horfðum á sólasetrið, fórum á kamelbak, fengum henna tattoo, klæddum okkur í búrkur, fengum arabískan grillmat, reyktum vatnspípu, urðum skotnar í arabíska bílstjóranun okkar -hver veit nema við komum svo heim með einn sandnegra!

Í dag kveðjum við Dubai og höldum leið okkar til Indlands.

PS. Setjum inn myndablogg stem fyrst

1 ummæli:

  1. Skemmtilegt að lesa söguna ykkar, gangi ykkur vel í Indlandi, margt fallegt að sjá og upplifa þar svo lengi sem að maður sér framhjá öllu áreitinu:)

    SvaraEyða