miðvikudagur, 2. október 2013

Undirbúningur

Fyrsti ferðafundurinn í mars

Jæja nú fer að styttast í ferðina og vegna mikillar eftirspurnar ákváðum við að skella í eitt ferðablogg. 

Það má eiginlega segja að það hafi tekið blóð, svita og tár við að skipuleggja þessa ferð, enda gerðum við það alfarið á eigin vegum. Það hefur kostað mika vinnu og tíma að plana þetta sjálfar en við teljum þetta lærdómsríka reynslu. Okkur er farið að þykja svolítið vænt um þessa ferð þar sem hún er persónulegri en hún hefði verið ef við hefðum pantað í gegnum ferðaskrifstofu.

 Við erum búnar að bóka tæplega 10 flug, 8 hótel/hostel,  fara í bólusetningar, í banka, tala við tryggingafélög og margir ferðafundir hafa átt sér stað í Kjóahrauninu svo eitthvað sé nefnt. Kamilla átti meðal annars mjög gott samtal við indverska vin sinn Amremda hjá Gets Holidays, ferðaskrifstofan sem sér um ferðina okkar í Indlandi.

Við leggjum í hann 20. október og er fyrsti áfangastaður Osló, þar verðum við strandglópar í rúman sólarhring áður en við höldum til Dubai. Ferðinni er svo heitið til Indlands og þaðan til Tælands þar sem við förum á vit ævintýranna -ekkert plan nema Full moon partyið 17. nóvember. 

nóg af lyfjum 

heimsreisa.is með snilldar to do lista

2 ummæli:

  1. Algjör snilld stelpur. Frábært að geta fylgst með ferðum ykkar hér.
    Gangi ykkur vel að pakka. :)
    Knús Harpa

    SvaraEyða
  2. Passið að taka með Resorb, Immodium og Rennie (hin heilaga þrenning magavandamála) :)

    SvaraEyða