laugardagur, 28. desember 2013

Pattaya

Eftir Chiang Mai eyddum við deginum í Bangkok til að versla áður en við fórum til Pattaya.
Við ákváðum að eyða síðustu dögunum í Thailandi á Pattaya í sólbaði og slökun. Pattaya varð fyrir valinu því það er nálægt Bangkok og nóg af hótelum með fínum sundlaugum og ágætri strönd.
Hér sér maður lítið annað en rússa, gamla vestræna karla og hórur. Það hefur þó engin áhrif á okkur þar sem við förum aðeins út til að borða og versla annars liggjum við í sólbaði allan daginn alla daga.
Við héldum að sjálfsögðu hátíðlega uppá jólin. Á Þorláksmessu vorum við í smá jólastressi. Þóra og Kolfinna áttu eftir að finna jólakjóla svo þær færu nú ekki í jólaköttinn. Við fórum á kaffihús og fengum okkur rjúkandi heitan kaffibolla og nokkra mola með. Í lok kvölds skildust leiðir okkar og fórum við að versla jólagjafir. Við ákváðum að hafa smá pakkaleik þar sem gjafirnar máttu ekki kosta meira en 100 BHT eða um 400 kr. Síðast en ekki síst var jólatrèið sett upp og herbergið vel skreytt. Á aðfangadagsmorgun horfðum við á jólamynd, borðuðum smákökur og konfekt. Restinni af deginum var svo eytt í sólbað áður en við gerðum okkur fínar fyrir kvöldið. Byrjuðum á fordrykkjum og skypesamtölum á þaki hótelsins áður en við fórum í jólamatinn. Öðlingurinn hann Daði bauð okkur í jólamatinn þetta árið og fórum við á jólahlaðborð með ekta Thailenskri skemmtun. Eftir matinn var ferðinni heitið upp á hótel þar sem pakkaflóð beið okkar. Gjafirnar einkenndust af einkahúmor og stríðni, Þóra gaf Kamillu heilan fisk þar sem Kamilla er lítill fiski aðdáandi. Í pökkunum voru m.a. hlébarða nærbuxur, smokkar, grænn varalitur og Sudoku. Þegar því var lokið settum við mynd í tækið og söfnuðum sáttar og sælar eftir góðan dag.
Planið er að sleikja sólina áður en við förum til London 28. desember.



Bida eftir rutunni til Pattaya
Fina hotelherbergid

Stud a Walking Street 
Hadegismatur

Svertinginn

Ketkrokur kom alla leid til Taelands

Hugmyndaflugid notad thegar madur hefur engan innpokkunar pappir

Fondurhorn Kolfinnu

Fina jolatreid okkar

Kamilla i ljodagerd

Morgunmatur a adfangadag

Gera vel vid thjonustustulkuna




Hadegismatur a adfangadag

Jolafinar

Strawberry Daquiri

Kolfinna gaf Kamillu armand thar sem a stod 'Greenland'

Svo gaman hja okkur

Kolfinna satt med gjafirnar

Pakkinn fra Thoru

Spenningurinn i hamarki

nammi....


skemmtilegar jolagjafir

Jolaskrimslid kom i heimsokn



Allt herbergid skreytt, ad utan sem innan
Opna pakkana

Engin ummæli:

Skrifa ummæli