fimmtudagur, 26. desember 2013

Chiang Mai

Það sem við vorum ánægðar að komast aftur til Thailands! Loksins Seven-Eleven, Starbucks og McDonalds, smá af vestrænni menningu.

Í Chaing Mai fórum við á matreiðslunámskeið hjá litlum krúttlegum tælenskum karli að nafni Pan. Hann fór með okkur á local markað að kaupa hráefni í matinn. Við lærðum að elda pad thai, stir fried ginger chicken, massaman curry og tom yum súpu.

Við löbbuðum um gamla bæinn, versluðum á nætur markaðinum og skoðuðum musterið í fjallshlíðinni.

Við hættum lífi okkar kvöld eitt þegar Kolfinna þurfti að fara á spítalann útaf fætinum sem leit mjög illa út. Við vorum næstum því étnar af hundum og rændar af Thai gangsters.

Kl 18:30 áttum við að mæta á ferðaskrifstofuna í pick up fyrir rútuna til Bangkok. Kolfinna átti eftir að fara á spítalann að skipta um sárabindi og við áttum eftir að sækja farangurinn á hótelið. Við töfðumst í umferðinni og allt var stopp á spítalanum svo við vorum orðnar ansi seinar. Sem betur fer vorum við með snilldar tuktuk bílstjóra sem keyrði eins og brálæðingur svo við rétt náðum í tæka tíð. Eftir allt þetta stress gleymdist að sækja okkur og  við biðum í klukkutíma á ferðaskrifstofunni... Týpiskt!

Pan 






Pad thai



Tom Yum

Temple


Thora for i litun

Uppa spitala um midja nott


Hlyja ser i eldinum hja tuk tuk bilstjorunum
7. spitalaferdin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli