Upprunalega planið var að eyða 10 dögum í Laos en Luang Prabang stóðst ekki væntingar svo við vorum bara í viku. Eftir Vang Vieng var förinni heitið til Luang Prabang.
Eins og við vorum búnar að nefna áður þá eru vegirnir í Laos svo aldeilis ekki fyrir lofthrædda og bílveika. Rútan fór upp og niður fjöll í 8 klukkutíma, það voru ekki mikið um pissustopp og pissublaðran var við það að springa! Þessi rútuferð var rétt svo byrjunin á afar erfiðri dvöl í Luang Prabang.
1. Hostel bókunin var ekki komin í gegn þegar við mættum, þurftum að bíða í langan tíma áður en við loksins komumst inná dormið.
2. Herbergið var ógeðslegt, skítug
rúmföt, ekki hægt að sturta niður á klósettinu og 12 manneskjum troðið í 8 manna herbergi.
3. Við fengum aldrei réttan mat á veitingastöðum. Kamilla pantaði sér Pad Thai en fékk spaghetti í tómatsósu og Kolfinna fékk ekki einu sinni matinn sinn. Í staðinn fyrir carbonara fengum við pasta í karrý sósu.
4. Upplifðum ömurlega nótt á hostelinu þar sem ógeðslegir skítugir djammandi bretar héldu fyrir okkur vöku alla nóttina með látum og stunum.
5. Bókuðum fílabaksferð, sóttar klukkutíma of seint og látnar labba í hálftíma að rútunni ( Kolfinna og Þóra meiddar).
Eftir sólarhring í Luang Prabang ákváðum við að forða okkur til Chaing Mai. Punkturinn yfir i-ið var þó þegar við komumst að því að helvítis bretarnir voru með okkur í rútu næstu 21 tímana. Það var ekki eins slæmt og við bjuggumst við því þau voru að poppa valium og héldu loksins kjafti!
|
night market |
|
gera fotinn vatnsheldann |
|
thegar Kamilla fann geimverukjot i hrisgrjonunum sinum |
|
gott ad pissa i thetta |
|
ogedslega dormid |
|
bada filana |